ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 07:39 Kona dælir bensíni á bíl í Portúgal. ESB ætlar að banna sölu nýrra jarðefniseldsneytisbíla í álfunni frá árinu 2035. Vísir/Getty Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina. Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna. Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna.
Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira