Fótbolti

Frískir í fjallaloftinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alpaloftið fór vel með strákana.
Alpaloftið fór vel með strákana. Vísir/Sigurður Már

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á Rheinpark Stadion í Liechtenstein í dag fyrir leik við heimamenn á sama velli á morgun. Einbeiting einkenndi menn sem virðast staðráðnir í að bæta upp fyrir slæmt tap í Bosníu á fimmtudag.

Sigurður Már Davíðsson var með tökuvélina á lofti á æfingu dagsins. Einhverjir leikmenn liðsins æfðu minna en aðrir en einbeitingin var mikil hjá öllum.

Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Guðlaugur Victor Pálsson voru á meðal manna sem tóku takmarkaðan þátt á æfingunni í Vaduz í dag en landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sagði það einfaldlega vera til þess að þeir væru sem ferskastir í leik morgundagsins.

Klippa: Stemning á landsliðsæfingu í Liechtenstein

Sjá má myndir af æfingunni í spilaranum að ofan.

Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×