Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar áhyggjur af Guði“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. mars 2023 08:01 Sigurður Árni Þórðarson heldur á ný mið eftir tæpa fjóra áratugi í starfi. Vísir/Vilhelm Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni. „Ég held að ævin sé stöðugt lærdómsferli. Mér finnst rosalega gaman að læra og heyra nýja hluti, sjá allt smella saman með nýjum hætti. Ég hef gaman að þessum fjölbreytileika, litríki og öllum þessum furðum sem lífið er,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Fólkið stendur upp úr Það sem stendur uppi á ferli Sigurðar er að hans sögn fólkið sem hann hefur komist í kynni við. „Mér finnst fólkið sem maður er að þjóna langmikilvægast. Skemmtilegast í prestsstarfinu er að horfa í augun á litlum börnum sem ég er að fara að skíra því það er svo bullandi skemmtilegt, ævintýralíf í augunum á þeim og ekkert nema framtíð og mikil hamingja.“ Það að þjóna fólki á hinum enda lífsins er Sigurði einnig minnisstætt en þó af öðrum ástæðum. „Það er bara hjartaslítandi að vera með fólki í sorgaraðstæðum,“ segir hann. „Þetta eru svona stóru augnablikin og svo allt þetta inni á milli. Það er fólkið fyrst og fremst. Kirkja er fyrst og fremst það að fólk kemur saman og á sér samfélag um þetta mesta, stærsta og dýpsta í lífinu. Þetta sem við köllum trú og Guð.“ Sigurður segir að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað kirkjan þjónar og aðstoðar mikið af fólki: „Mér finnst vera mjög merkilegt líka þetta mikla traust sem fólk sýnir prestinum sínum, það leitar til presta í alls konar málum. Maður náttúrulega bara finnur það hvað það er mikil þörf á góðum prestum í nærsamfélagi hvar sem er á landinu. Þeir þurfa að vera þjónustuliprir og tilbúnir til þjónustu. “ Sigurður segir það mikilvægasta í starfinu hafa verið að þjóna fólki.Vísir/Vilhelm Hluti af hópnum Sem fyrr segir eru liðnir tæpir fjórir áratugir síðan Sigurður hóf störf sem prestur. Hann segir að mikill munur hafi verið á hans fyrstu árum í starfinu og þeim síðustu. „Ég náttúrulega var sveitaprestur. Það er allt allt annað,“ segir Sigurður. „Þá var maður í þeirri stöðu að nágrannarnir, bændurnir, þeir bara bönkuðu upp á og sögðu: „Já, nú þarft þú að koma með okkur á fjall.“ Ég sagðist ekki hafa neinn tíma til þess að fara á fjall því ég var að skrifa doktorsritgerð. Þeir sögðu að það skipti engu máli, ég þyrfti að sinna skyldu minni og fara að smala.“ Sigurður, sem er að eigin sögn gamall sveitakarl, vissi að smölunin skipti máli. Hann fór því ekki að þræta við bændurna og slóst í för með þeim. „Þannig að það var settur undir mig hastur hestur og síðan var ég á fjöllum í heila viku með Skaftártungumönnum, við fórum inn í eldgjá og alveg inn í Jökulheima, á fjallabaki á þessu stórkostlega svæði.“ Sigurður segir að þarna hafi hann orðið hluti af samfélaginu sem hann þjónaði, einn af hópnum: „Þegar maður er í þessu, sefur við hliðina á hrjótandi nágrönnum og er að huga að meiðslum hundanna og hestanna, puða rassasár á fjöllum í heila viku þá er maður orðinn „insider“, kominn inn í hringinn. Þegar maður er búinn að vera í svoleiðis aðstæðum er maður orðinn einn af þeim. Ekki bara einhver kall sem kemur suður frá Reykjavík. Það er mjög mikilvægt í þessum prestsskap, að vera einn af þeim, einn af hópnum. Allir hafa hlutverki að gegna í slíku samhengi.“ Táknstaður heilagleikans Í heilan áratug var Sigurður prestur við Neskirkju í Vesturbænum. Hann segir prestþjónustuna þar hafa verið frábrugðna þeirri sem hann kynntist í sveitinni, sérstaklega í ljósi þess að Neskirkja þjónustar þúsundir manna. „Maður náttúrulega þekkti marga en maður kannski var ekki í þessari stöðu að sofa við hliðina á hrjótandi fólki á fjöllum. Þannig það verður öðruvísi þjónusta og hún verður mun sérhæfðari.“ Starfið í Hallgrímskirkju var svo enn annar handleggur. Sigurður bendir á að þangað kemur miklu fleira fólk hvaðanæva úr heiminum. „Það er gríðarlegt flóð af fólki sem maður er að þjóna með einum eða öðrum hætti,“ segir hann. „Hallgrímskirkja hefur náttúrulega allt aðra stöðu heldur en borgarkirkja eða sóknarkirkja, hún er líka pílagrímakirkja í heiminum og sem slík er hún mjög merkileg. Það er milljón manns sem kemur í kirkjuna á hverju ári, Hallgrímskirkja er lógó Íslands.“ Þó starfið í Hallgrímskirkju sé öðruvísi þá segir Sigurður það snúast að lokum um það sama, að þjóna fólki.Vísir/Vilhelm Þá bendir Sigurður á að Hallgrímskirkja er á lista yfir tíu mikilvægustu íhugunarhús heimsins hjá The Guardian. „Af hverju er það? Jú það er vegna þess að fólk nær sambandi. Þetta er kirkja sem fólk einfaldlega tengir eitthvað mikilvægt inn í, það fer inn í kirkjuna og upplifir, kveikir á kertum og nær sambandi við sjálft sig og það sem við köllum Guð,“ segir hann. „Þannig að Hallgrímskirkja er öðruvísi, hún hefur svolítið hlotið svona stöðu sem táknstaður heilagleikans. Það er náttúrulega bara mjög mikilvægt, við þurfum svoleiðis staði líka í veröldinni.“ Að sögn Sigurðar kemur þetta allt niður á því sama að lokum, starfið snýst um að þjóna fólki: „Við erum í grunninn öll með bæði þessa vanda og vonir og gleði og sorgir. Þau sem koma að utan sem koma inn í Hallgrímskirkju, það eru bara manneskjur sem eru ósköp líkar hrjótandi bændum í Skaftártungu.“ Hefur engar áhyggjur af Guði Á ferli Sigurðar hefur margt breyst, til að mynda Þjóðkirkjan. Að hans mati hefur Þjóðkirkjan stofnanavæðst svolítið. Hún sé að einhverju leyti að verja formið frekar en inntakið. „Ég hef engar áhyggjur af Guði en ég hef svolitlar áhyggjur af Þjóðkirkjunni. En ég held að kristnin lifi og þessi kærleiksboðskapur, þessi trúarboðskapur, þessi menningarboðskapur kirkjunnar – hann lifir.“ Sigurður hefur engar áhyggjur af Guði.Vísir/Vilhelm Sigurður segir að kirkjan hafi þó ekki lokið sínu hlutverki, hún sé núna á breytingaskeiði og eigi eftir að fara inn í öflugan tíma. Hann bendir svo á að munur sé á stofnun og inntaki: „Það er munur á kirkju og kristni. Kirkjan á alltaf að reyna að vera kristnin en hún hins vegar hefur engan einkarétt á trú. Kristnin er það djúpa í þessu en stofnanirnar, þær breytast með hliðsjón til þróun þjóðfélaganna. Auðvitað var Þjóðkirkjan svo tengd ríkinu en hún er eiginlega á breytingaskeiði núna og er ekki alveg búin að átta sig á því hvaða hlutverki hún gegnir. En ég held að hún komi til með að gegna mjög mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi.“ Ritlist, ljósmyndun og matur Sigurður krossar nú puttana og vonar að hann komist inn í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands: „Ég veit ekki hvort ég kemst inn en ég er búinn að skrá mig í ritlist. Ef ég kemst ekki inn þá er það bara vegna þess að það er svo erfitt að komast inn. Ég heyri það að rithöfundar hafi ekki komist inn þannig ég þarf ekkert að skammast mín.“ Ef Sigurður kemst ekki í ritlistina þá verður hann þó með nóg fyrir stafni. Hann ætlar að læra meira í ljósmyndun og hefur skráð sig í nám til þess á vefnum. Þá ætlar hann einnig að fara aftur í gamalt langtímaverkefni sem hann hóf þegar hann var sóknarprestur í Neskirkju. „Það er að vinna með biblíumat,“ segir hann. „Hún er mjög skemmtileg, matreiðslan frá þessu svæði, Sýrlandi, Líbanon, Írak, Íran, Palestínu og Egyptalandi. Ég ætla að halda áfram með svona verkefni sem ég var með þegar ég var að elda biblíumat í Neskirkju. Þannig þetta verða orð, ljós og matur.“ Hættir í góðu formi Sem fyrr segir verður síðasta messa Sigurðar haldin á morgun í Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir mun svo taka við starfi Sigurðar í kirkjunni sem sóknarprestur. Messan hefst klukkan 11:00 og segir Sigurður að um hátíð verði að ræða. „Það er einn prestur að fara og annar að taka við. Það er mjög gleðilegt. Það er búið að ákveða að hinn presturinn í Hallgrímskirkju taki við mínu starfi sem ég er mjög glaður yfir og mér finnst það alveg dásamlegt. Þetta er svona kveðjumessa, full kirkja, allir kátir, mikið af snittum og allir fallegir til augnanna. Það er bara mjög gott að fara úr prestsstarfi áður en allir eru farnir að bíða eftir að maður hættir. Það er miklu betra að það sé þannig.“ Sigurður segir gott að hætta áður en fólk er byrjað að bíða eftir því.Vísir/Vilhelm Sigurður segir einmitt að lokum að það sé mikilvægt að fólk hætti að vinna áður en það er orðið um seinan. „Mér finnst vera ástæða til þess að hætta á meðan ég er í góðu formi og get verið að þjóna duttlungum mínum og fólkinu mínu,“ segir Sigurður, Hann hlakkar til að njóta lífsins með eiginkonu sinni, Elínu Sigrúnu Jónsdóttur lögfræðingi. „Það er svo yndislegt að vera með henni, hlægja saman og ferðast,“ segir hann. Þá hlakkar hann að sjálfsögðu einnig til að eyða tíma með börnunum og öllum sínum ástvinum. „Ég held að maður eigi að hætta í vinnu áður en maður verður alveg farlama.“ Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
„Ég held að ævin sé stöðugt lærdómsferli. Mér finnst rosalega gaman að læra og heyra nýja hluti, sjá allt smella saman með nýjum hætti. Ég hef gaman að þessum fjölbreytileika, litríki og öllum þessum furðum sem lífið er,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Fólkið stendur upp úr Það sem stendur uppi á ferli Sigurðar er að hans sögn fólkið sem hann hefur komist í kynni við. „Mér finnst fólkið sem maður er að þjóna langmikilvægast. Skemmtilegast í prestsstarfinu er að horfa í augun á litlum börnum sem ég er að fara að skíra því það er svo bullandi skemmtilegt, ævintýralíf í augunum á þeim og ekkert nema framtíð og mikil hamingja.“ Það að þjóna fólki á hinum enda lífsins er Sigurði einnig minnisstætt en þó af öðrum ástæðum. „Það er bara hjartaslítandi að vera með fólki í sorgaraðstæðum,“ segir hann. „Þetta eru svona stóru augnablikin og svo allt þetta inni á milli. Það er fólkið fyrst og fremst. Kirkja er fyrst og fremst það að fólk kemur saman og á sér samfélag um þetta mesta, stærsta og dýpsta í lífinu. Þetta sem við köllum trú og Guð.“ Sigurður segir að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað kirkjan þjónar og aðstoðar mikið af fólki: „Mér finnst vera mjög merkilegt líka þetta mikla traust sem fólk sýnir prestinum sínum, það leitar til presta í alls konar málum. Maður náttúrulega bara finnur það hvað það er mikil þörf á góðum prestum í nærsamfélagi hvar sem er á landinu. Þeir þurfa að vera þjónustuliprir og tilbúnir til þjónustu. “ Sigurður segir það mikilvægasta í starfinu hafa verið að þjóna fólki.Vísir/Vilhelm Hluti af hópnum Sem fyrr segir eru liðnir tæpir fjórir áratugir síðan Sigurður hóf störf sem prestur. Hann segir að mikill munur hafi verið á hans fyrstu árum í starfinu og þeim síðustu. „Ég náttúrulega var sveitaprestur. Það er allt allt annað,“ segir Sigurður. „Þá var maður í þeirri stöðu að nágrannarnir, bændurnir, þeir bara bönkuðu upp á og sögðu: „Já, nú þarft þú að koma með okkur á fjall.“ Ég sagðist ekki hafa neinn tíma til þess að fara á fjall því ég var að skrifa doktorsritgerð. Þeir sögðu að það skipti engu máli, ég þyrfti að sinna skyldu minni og fara að smala.“ Sigurður, sem er að eigin sögn gamall sveitakarl, vissi að smölunin skipti máli. Hann fór því ekki að þræta við bændurna og slóst í för með þeim. „Þannig að það var settur undir mig hastur hestur og síðan var ég á fjöllum í heila viku með Skaftártungumönnum, við fórum inn í eldgjá og alveg inn í Jökulheima, á fjallabaki á þessu stórkostlega svæði.“ Sigurður segir að þarna hafi hann orðið hluti af samfélaginu sem hann þjónaði, einn af hópnum: „Þegar maður er í þessu, sefur við hliðina á hrjótandi nágrönnum og er að huga að meiðslum hundanna og hestanna, puða rassasár á fjöllum í heila viku þá er maður orðinn „insider“, kominn inn í hringinn. Þegar maður er búinn að vera í svoleiðis aðstæðum er maður orðinn einn af þeim. Ekki bara einhver kall sem kemur suður frá Reykjavík. Það er mjög mikilvægt í þessum prestsskap, að vera einn af þeim, einn af hópnum. Allir hafa hlutverki að gegna í slíku samhengi.“ Táknstaður heilagleikans Í heilan áratug var Sigurður prestur við Neskirkju í Vesturbænum. Hann segir prestþjónustuna þar hafa verið frábrugðna þeirri sem hann kynntist í sveitinni, sérstaklega í ljósi þess að Neskirkja þjónustar þúsundir manna. „Maður náttúrulega þekkti marga en maður kannski var ekki í þessari stöðu að sofa við hliðina á hrjótandi fólki á fjöllum. Þannig það verður öðruvísi þjónusta og hún verður mun sérhæfðari.“ Starfið í Hallgrímskirkju var svo enn annar handleggur. Sigurður bendir á að þangað kemur miklu fleira fólk hvaðanæva úr heiminum. „Það er gríðarlegt flóð af fólki sem maður er að þjóna með einum eða öðrum hætti,“ segir hann. „Hallgrímskirkja hefur náttúrulega allt aðra stöðu heldur en borgarkirkja eða sóknarkirkja, hún er líka pílagrímakirkja í heiminum og sem slík er hún mjög merkileg. Það er milljón manns sem kemur í kirkjuna á hverju ári, Hallgrímskirkja er lógó Íslands.“ Þó starfið í Hallgrímskirkju sé öðruvísi þá segir Sigurður það snúast að lokum um það sama, að þjóna fólki.Vísir/Vilhelm Þá bendir Sigurður á að Hallgrímskirkja er á lista yfir tíu mikilvægustu íhugunarhús heimsins hjá The Guardian. „Af hverju er það? Jú það er vegna þess að fólk nær sambandi. Þetta er kirkja sem fólk einfaldlega tengir eitthvað mikilvægt inn í, það fer inn í kirkjuna og upplifir, kveikir á kertum og nær sambandi við sjálft sig og það sem við köllum Guð,“ segir hann. „Þannig að Hallgrímskirkja er öðruvísi, hún hefur svolítið hlotið svona stöðu sem táknstaður heilagleikans. Það er náttúrulega bara mjög mikilvægt, við þurfum svoleiðis staði líka í veröldinni.“ Að sögn Sigurðar kemur þetta allt niður á því sama að lokum, starfið snýst um að þjóna fólki: „Við erum í grunninn öll með bæði þessa vanda og vonir og gleði og sorgir. Þau sem koma að utan sem koma inn í Hallgrímskirkju, það eru bara manneskjur sem eru ósköp líkar hrjótandi bændum í Skaftártungu.“ Hefur engar áhyggjur af Guði Á ferli Sigurðar hefur margt breyst, til að mynda Þjóðkirkjan. Að hans mati hefur Þjóðkirkjan stofnanavæðst svolítið. Hún sé að einhverju leyti að verja formið frekar en inntakið. „Ég hef engar áhyggjur af Guði en ég hef svolitlar áhyggjur af Þjóðkirkjunni. En ég held að kristnin lifi og þessi kærleiksboðskapur, þessi trúarboðskapur, þessi menningarboðskapur kirkjunnar – hann lifir.“ Sigurður hefur engar áhyggjur af Guði.Vísir/Vilhelm Sigurður segir að kirkjan hafi þó ekki lokið sínu hlutverki, hún sé núna á breytingaskeiði og eigi eftir að fara inn í öflugan tíma. Hann bendir svo á að munur sé á stofnun og inntaki: „Það er munur á kirkju og kristni. Kirkjan á alltaf að reyna að vera kristnin en hún hins vegar hefur engan einkarétt á trú. Kristnin er það djúpa í þessu en stofnanirnar, þær breytast með hliðsjón til þróun þjóðfélaganna. Auðvitað var Þjóðkirkjan svo tengd ríkinu en hún er eiginlega á breytingaskeiði núna og er ekki alveg búin að átta sig á því hvaða hlutverki hún gegnir. En ég held að hún komi til með að gegna mjög mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi.“ Ritlist, ljósmyndun og matur Sigurður krossar nú puttana og vonar að hann komist inn í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands: „Ég veit ekki hvort ég kemst inn en ég er búinn að skrá mig í ritlist. Ef ég kemst ekki inn þá er það bara vegna þess að það er svo erfitt að komast inn. Ég heyri það að rithöfundar hafi ekki komist inn þannig ég þarf ekkert að skammast mín.“ Ef Sigurður kemst ekki í ritlistina þá verður hann þó með nóg fyrir stafni. Hann ætlar að læra meira í ljósmyndun og hefur skráð sig í nám til þess á vefnum. Þá ætlar hann einnig að fara aftur í gamalt langtímaverkefni sem hann hóf þegar hann var sóknarprestur í Neskirkju. „Það er að vinna með biblíumat,“ segir hann. „Hún er mjög skemmtileg, matreiðslan frá þessu svæði, Sýrlandi, Líbanon, Írak, Íran, Palestínu og Egyptalandi. Ég ætla að halda áfram með svona verkefni sem ég var með þegar ég var að elda biblíumat í Neskirkju. Þannig þetta verða orð, ljós og matur.“ Hættir í góðu formi Sem fyrr segir verður síðasta messa Sigurðar haldin á morgun í Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir mun svo taka við starfi Sigurðar í kirkjunni sem sóknarprestur. Messan hefst klukkan 11:00 og segir Sigurður að um hátíð verði að ræða. „Það er einn prestur að fara og annar að taka við. Það er mjög gleðilegt. Það er búið að ákveða að hinn presturinn í Hallgrímskirkju taki við mínu starfi sem ég er mjög glaður yfir og mér finnst það alveg dásamlegt. Þetta er svona kveðjumessa, full kirkja, allir kátir, mikið af snittum og allir fallegir til augnanna. Það er bara mjög gott að fara úr prestsstarfi áður en allir eru farnir að bíða eftir að maður hættir. Það er miklu betra að það sé þannig.“ Sigurður segir gott að hætta áður en fólk er byrjað að bíða eftir því.Vísir/Vilhelm Sigurður segir einmitt að lokum að það sé mikilvægt að fólk hætti að vinna áður en það er orðið um seinan. „Mér finnst vera ástæða til þess að hætta á meðan ég er í góðu formi og get verið að þjóna duttlungum mínum og fólkinu mínu,“ segir Sigurður, Hann hlakkar til að njóta lífsins með eiginkonu sinni, Elínu Sigrúnu Jónsdóttur lögfræðingi. „Það er svo yndislegt að vera með henni, hlægja saman og ferðast,“ segir hann. Þá hlakkar hann að sjálfsögðu einnig til að eyða tíma með börnunum og öllum sínum ástvinum. „Ég held að maður eigi að hætta í vinnu áður en maður verður alveg farlama.“
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira