Fótbolti

„Þeir skora tvö grísamörk“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar Alex fær hér annað markið á sig í kvöld.
Rúnar Alex fær hér annað markið á sig í kvöld. vísir/getty

„Þetta var ekki nógu gott. Það er ósköp einfalt,“ sagði súr og svekktur markvörður Íslands, Rúnar Alex Rúnarsson, eftir tapið í Bosníu í kvöld.

„Við verðum að gera betur og setja meiri kröfur á okkur. Ég veit ekki hvað var að. Hvort það sé of langt síðan við spiluðum saman eða eitthvað stress. Þetta er bara fótbolti og menn eiga að gera það sem þeir gera á hverjum degi.“

„Stundum hitta lið ekki á daginn sinn og það gerðist í dag hjá okkur. Þetta er svekkelsi því við eigum að gera miklu betur. Við vildum fara héðan með stig.“

Rúnar segir að liðið hafi verið vel undirbúið en það greinilega dugði ekki til því liðið átti undir högg að sækja strax í byrjun.

„Uppleggið var flott en það er erfitt að byrja illa. Þeir skora tvö grísamörk en við getum samt gert betur að stöðva þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×