Innlent

Ís­lendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir al­var­lega líkams­á­rás á Jót­landi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur að Íslendingurinn hafi ráðist á brotaþolann, 56 ára karlmann með ítrekuðum spörkum og höggum og skorið hann með eggvopni.
Fram kemur að Íslendingurinn hafi ráðist á brotaþolann, 56 ára karlmann með ítrekuðum spörkum og höggum og skorið hann með eggvopni. Getty

Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi.

Dómur var kveðinn upp þann 14. mars síðastliðinn. Annar maður var einnig ákærður vegna málsins en hann var sýknaður fyrir dómi.

Árásin átti sér stað í desember síðastliðnum. Í frásögnum danskra miðla kemur fram að árásin hafi átt sér stað í hjólhýsi sem staðsett var á tjaldsvæði í bænum Pandrup.

Fram kemur að Íslendingurinn hafi ráðist á brotaþolann, 56 ára karlmann með ítrekuðum spörkum og höggum og skorið hann með eggvopni.

Samkvæmt saksóknara málsins kom það hvergi fram við meðferð málsins fyrir dómi hvaða hvati var að baki árásinni.

Íslendingurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa í vörslu sinni 967 grömm af hassi sem fannst um borð í bifreið hans.

Fram kemur að hinn dæmdi hafi beðið dóminn um umhugsunarfrest varðandi áfrýjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×