Konráð vann í þrjú ár í greiningardeild Arion banka til ársins 2018, starfaði síðan sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands til ársbyrjunar 2022 og var síðan ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis, sjóðastýringarfélags Arion. Síðasta haust var hann ráðinn tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins og tók jafnframt sæti í samninganefnd samtakanna.
Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Hinu nýju Arion greiningu skipa Konráð og Erna Björg Sverrisdóttir sem hefur starfað sem aðalhagfræðingur á skrifstofu bankastjóra frá því að fyrri greiningardeild bankans var lögð niður árið 2019. Hún fer í fæðingarorlof í maí og mun Konráð þá taka tímabundið við sem aðalhagfræðingur bankans.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.