Fótbolti

Landsliðið lent eftir töf á flugi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Landsliðsmenn Íslands fara um borð í vélina sem flutti þá frá Munchen til Sarajevo, um klukkustund á eftir áætlun.
Landsliðsmenn Íslands fara um borð í vélina sem flutti þá frá Munchen til Sarajevo, um klukkustund á eftir áætlun. Vísir/Sigurður Már

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lent í Sarajevo í Bosníu og ferðast með rútu þaðan til bæjarins Zenica. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 18:00.

Vegna hertra öryggiskrafna í Munchen þurfti að taka flugvél liðsins í lengri öryggisathugun en búist var við. Flugið yfir til Bosníu frestaðist því um það bil um klukkustund.

Liðið er hins vegar lent heilu og höldnu og eru bæði starfsmenn KSÍ, þar á meðal Arnar Þór Viðarsson, og fjölmiðlamenn á hraðferð á Bilino Polje-völlinn í Zenica þar sem blaðamannafundur fer fram klukkan 18:00 - en um klukkustundarbílferð er milli Sarajevo og Zenica.

Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.

Vísir/Sigurður Már



Fleiri fréttir

Sjá meira


×