Ekki sama gamla tuggan aftur Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 22. mars 2023 13:30 Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Samgöngur Borgarlína Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun