Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 07:35 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missir af leik Íslands gegn Bosníu á morgun vegna leikbanns en verður með gegn Liechtenstein á sunnudag. Getty/Robbie Jay Barratt Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið. Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira