Til áréttingar vegna Carbfix Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2023 06:00 Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhiti Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar