Umfjöllun og myndir: Valur - Göppingen 29-36 | Hlupu á þýskan varnarvegg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2023 21:26 Valsmenn lentu á vegg í kvöld. Vísir/Diego Valur tapaði fyrir Göppingen, 29-36, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Í ellefta leik sínum í keppninni hlupu Valsmenn loks á vegg. Vörn Göppingen var einfaldlega of sterk fyrir Val í kvöld og líkamsburðir Þjóðverjanna óviðráðanlegir. Þá náðu Valsmenn örsjaldan að beita sínu sterkasta vopni, hraðanum. Til marks um það skoraði Valur aðeins fimm mörk eftir hraðaupphlaup sem þykir lítið á þeim bænum. Vísir/Diego Göppingen spilaði afar skynsamlega, stjórnaði hraðanum í leiknum og var alltaf með yfirhöndina. Þeir taka með sér sjö marka forskot til Þýskalands en seinni leikur liðanna fer fram eftir viku. Magnús Óli Magnússon átti frábæran leik fyrir Val, sérstaklega í seinni hálfleik, og skoraði átta mörk úr níu skotum. Hann þurfti líka að vera góður því aðrir sóknarmenn Vals komust ekkert áleiðis. Björgvin Páll Gústavsson varði sextán skot í marki Vals, eða 32 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Vísir/Diego Hornamennirnir Kevin Gulliksen og Marcel Schiller voru markahæstir hjá Göppingen með tíu og sjö mörk. Marin Sego varði nítján skot í marki þýska liðsins (fjörutíu prósent). Leikurinn var jafn framan af þótt tilfinningin væri alltaf sú að Göppingen væri með yfirhöndina. Þjóðverjarnir þurftu allavega að hafa miklu minna fyrir mörkunum sínum. Þeir komust í 5-8 eftir þrjú mörk í röð en Valsmenn svöruðu með 5-2 kafla og jöfnuðu í 8-8. Vísir/Diego Staðan var áfram jöfn næstu mínútur, allt fram í 12-12. Þá skellti Göppingen í lás í vörninni og Valur skoraði aðeins eitt mark síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks. Á sama tíma gerðu gestirnir fimm og fóru með fjögurra marka forskot til búningsherbergja, 13-17. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu tvö fyrstu mörk hans. Þetta var þó enginn fyrirboði um endurkomu því Þjóðverjarnir svöruðu með fimm mörkum í röð og náðu sjö marka forskoti, 15-22. Vísir/Diego Eftir þetta var róðurinn nær ómögulegur fyrir Val og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Magnúsar Óla í seinni hálfleik hefði staðan orðið virkilega ljót. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og ef hann skoraði ekki sjálfur bjó hann til mörk fyrir samherja sína. Tryggvi Garðar Jónsson kom inn á síðustu tíu mínúturnar, var óhræddur og létti aðeins undir með Magnúsi Óla með sínum þremur mörkum. En Göppingen var alltaf með heljartak á leiknum og átti mjög auðvelt með að skora. Göppingen réðst hvað eftir annað á miðja Valsvörnina og komst ítrekað í gegn. Björgvin Páll datt niður í markinu en skotin sem hann fékk á sig voru flest dauðafæri og erfið viðureignar. Vísir/Diego Liðin skiptust á mörkum undir lokin en þegar yfir lauk munaði sjö mörkum á þeim, 29-36. Þetta er stærsta tap Vals í Evrópudeildinni í vetur og í fyrsta sinn sem liðið lendir í verulegum ógöngum. Göppingen var einfaldlega of stór, þungur og seigur biti að kyngja í kvöld. Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valur tapaði fyrir Göppingen, 29-36, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Í ellefta leik sínum í keppninni hlupu Valsmenn loks á vegg. Vörn Göppingen var einfaldlega of sterk fyrir Val í kvöld og líkamsburðir Þjóðverjanna óviðráðanlegir. Þá náðu Valsmenn örsjaldan að beita sínu sterkasta vopni, hraðanum. Til marks um það skoraði Valur aðeins fimm mörk eftir hraðaupphlaup sem þykir lítið á þeim bænum. Vísir/Diego Göppingen spilaði afar skynsamlega, stjórnaði hraðanum í leiknum og var alltaf með yfirhöndina. Þeir taka með sér sjö marka forskot til Þýskalands en seinni leikur liðanna fer fram eftir viku. Magnús Óli Magnússon átti frábæran leik fyrir Val, sérstaklega í seinni hálfleik, og skoraði átta mörk úr níu skotum. Hann þurfti líka að vera góður því aðrir sóknarmenn Vals komust ekkert áleiðis. Björgvin Páll Gústavsson varði sextán skot í marki Vals, eða 32 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Vísir/Diego Hornamennirnir Kevin Gulliksen og Marcel Schiller voru markahæstir hjá Göppingen með tíu og sjö mörk. Marin Sego varði nítján skot í marki þýska liðsins (fjörutíu prósent). Leikurinn var jafn framan af þótt tilfinningin væri alltaf sú að Göppingen væri með yfirhöndina. Þjóðverjarnir þurftu allavega að hafa miklu minna fyrir mörkunum sínum. Þeir komust í 5-8 eftir þrjú mörk í röð en Valsmenn svöruðu með 5-2 kafla og jöfnuðu í 8-8. Vísir/Diego Staðan var áfram jöfn næstu mínútur, allt fram í 12-12. Þá skellti Göppingen í lás í vörninni og Valur skoraði aðeins eitt mark síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks. Á sama tíma gerðu gestirnir fimm og fóru með fjögurra marka forskot til búningsherbergja, 13-17. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu tvö fyrstu mörk hans. Þetta var þó enginn fyrirboði um endurkomu því Þjóðverjarnir svöruðu með fimm mörkum í röð og náðu sjö marka forskoti, 15-22. Vísir/Diego Eftir þetta var róðurinn nær ómögulegur fyrir Val og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Magnúsar Óla í seinni hálfleik hefði staðan orðið virkilega ljót. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og ef hann skoraði ekki sjálfur bjó hann til mörk fyrir samherja sína. Tryggvi Garðar Jónsson kom inn á síðustu tíu mínúturnar, var óhræddur og létti aðeins undir með Magnúsi Óla með sínum þremur mörkum. En Göppingen var alltaf með heljartak á leiknum og átti mjög auðvelt með að skora. Göppingen réðst hvað eftir annað á miðja Valsvörnina og komst ítrekað í gegn. Björgvin Páll datt niður í markinu en skotin sem hann fékk á sig voru flest dauðafæri og erfið viðureignar. Vísir/Diego Liðin skiptust á mörkum undir lokin en þegar yfir lauk munaði sjö mörkum á þeim, 29-36. Þetta er stærsta tap Vals í Evrópudeildinni í vetur og í fyrsta sinn sem liðið lendir í verulegum ógöngum. Göppingen var einfaldlega of stór, þungur og seigur biti að kyngja í kvöld.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti