Fótbolti

Allir með á æfingu á svæði Bayern München

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leikmenn Íslands æfðu á æfingasvæði Bayern München í dag. Ísak Bergmann (lengst til vinstri) hefur náð sér af veikindum.
Leikmenn Íslands æfðu á æfingasvæði Bayern München í dag. Ísak Bergmann (lengst til vinstri) hefur náð sér af veikindum. Vísir/Valur Páll

Allir leikmenn í landsliðshópi Íslands eru heilir heilsu og voru með á æfingu liðsins í München í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson var með eftir að hafa glímt við veikindi um helgina.

Ísak Bergmann var á meðal leikmanna sem ekki tóku þátt á æfingu gærdagsins en liðsfélagi hans hjá FC Kaupmannahöfn, Hákon Arnar Haraldsson, Mikael Anderson og Rúnar Alex Rúnarsson sátu einnig hjá í gær þar sem þeir höfðu spilað með félagi sínu deginum áður.

Hörður Björgvin Magnússon, Alfreð Finnbogason og Alfons Sampsted voru þá ekki á æfingasvæðinu í gær en tóku allir fullan þátt í æfingu dagsins sem fram fór á æfingasvæði kvennaliðs og unglingaliða Bayern München.

Það æfingasvæði er töluvert tilkomumeira en heimavöllur 4. deildarliðsins Unterhaching sem liðið æfði á í gær - í það minnsta leit grasið töluvert betur út.

Liðið snýr aftur á heimavöll Unterhaching á morgun og tekur þar sína síðustu æfingu hér í München áður en það flýgur út til Bosníu síðar þann daginn.


Tengdar fréttir

Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×