Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 08:00 Ravel Morrison lék með DC United á síðustu leiktíð en missti svo sæti sitt í hópnum. Getty/Andrew Katsampes Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira