Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2023 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson hefur þurft að aðlaga leik sinn undir stjórn nýs þjálfara. Hann kveðst hins vegar spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni. Getty/Robbie Jay Barratt Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira