Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verðlækkun Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 15:13 Þessi sending af Cocoa Puffs kostar nú 99 krónur. Það er þó ekki vegna þess að hætta á að selja vöruna. Vísir/Arnar Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa. Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa.
Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira