Dagurinn hefur nóttina undir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 12:30 Lofthjúpur jarðar virkar eins og linsa sem lyftir sólinni upp um eitt sólarþvermál. Því sést sólin á himni áður en hún er raunverulega komin yfir sjóndeildarhringinn. Dagurinn er því örlítið lengri en nóttin, jafnvel á vorjafndægrum. Vísir/Vilhelm Vorjafndægur verða á norðurhveli jarðar klukkan 21:24 í kvöld, 20. mars 2023. Dagur og nótt eru nú um það bil jafnlöng en næsta hálfa árið hefur ljósið vinninginn yfir myrkrið. Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira