„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 10:00 Hannes S. Jónsson Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes. Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes.
Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira