„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 09:00 Harðverjar féllu í fyrrakvöld. Vísir/Hulda Margrét Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís. Hörður Olís-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís.
Hörður Olís-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti