Sex marka jafntefli er Southampton snéri taflinu við gegn Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 17:00 James Ward-Prowse skoraði jöfnunarmark Southampton af vítapunktinum. Michael Steele/Getty Images Southampton og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá Lundúnum höfðu tveggja marka forskot þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en heimamenn klóruðu sig aftur inn í leikinn. Þrátt fyrir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik gekk liðunum illa að skapa sér opin marktækifæri og markverðir liðanna höfðu lítið sem ekkert að gera. Bæði lið neyddust til að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik sökum meiðsla, en Richarlison og Ben Davies fóru af velli í liði Tottenham og í liði Southampton fóru þeir Mohammed Salisu og Ainsley Maitland-Niles í snemmbúna sturtu. Vegna þessara meiðsla og skiptinga var nokkuð miklu bætt við fyrri hálfleikinn, en gestirnir þurftu þó aðeins fyrstu míútu uppbótartímans til að koma boltanum í netið þegar bakvörðurinn Pedro Porro skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir góða sendingu frá Heung-Min Son og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn jöfnuðu þó metin eftir aðeins 40 sekúndna leik í síðari hálfleik þegar Che Adams renndi boltanum yfir línuna eftir góðan undirbúning Theo Walcott. Harry Kane endurheimti þó forystu Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Dejan Kulusevski í netið á 65. mínútu áður en varamaðurinn Ivan Perisic skoraði loksins sitt fyrsta mark fyrir Tottenham níu mínútum síðar. Útlitið var því gott fyrir gestina, en Theo Walcott minnkaði muninn fyrir Southampton þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Pape Matar Sarr, sem hafði komið inn á sem varamaður á 86. mínútu, gerðist svo sekur um klaufaleg mistök þegar hann braut á Ainsley Maitland-Niles innan vítateigs þegar komið var inn í uppbótartíma. James Ward-Prowse fór á punktinn fyrir Southampton og skoraði af miklu öryggi fram hjá Fraser Forster í markinu. Niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli og gestirnir í Tottenham naga sig líklega í handabökin. Sigur hefði komið liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar, en Tottenham situr nú í fjórða sæti með 49 stig eftir 28 leiki, einu stigi á eftir Menchester United sem situr í þriðja sæti. Southampton situr hins vegar enn í neðsta sæti deildarinnar, nú með 23 stig og tveimur stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Southampton og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá Lundúnum höfðu tveggja marka forskot þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en heimamenn klóruðu sig aftur inn í leikinn. Þrátt fyrir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik gekk liðunum illa að skapa sér opin marktækifæri og markverðir liðanna höfðu lítið sem ekkert að gera. Bæði lið neyddust til að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik sökum meiðsla, en Richarlison og Ben Davies fóru af velli í liði Tottenham og í liði Southampton fóru þeir Mohammed Salisu og Ainsley Maitland-Niles í snemmbúna sturtu. Vegna þessara meiðsla og skiptinga var nokkuð miklu bætt við fyrri hálfleikinn, en gestirnir þurftu þó aðeins fyrstu míútu uppbótartímans til að koma boltanum í netið þegar bakvörðurinn Pedro Porro skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir góða sendingu frá Heung-Min Son og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn jöfnuðu þó metin eftir aðeins 40 sekúndna leik í síðari hálfleik þegar Che Adams renndi boltanum yfir línuna eftir góðan undirbúning Theo Walcott. Harry Kane endurheimti þó forystu Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Dejan Kulusevski í netið á 65. mínútu áður en varamaðurinn Ivan Perisic skoraði loksins sitt fyrsta mark fyrir Tottenham níu mínútum síðar. Útlitið var því gott fyrir gestina, en Theo Walcott minnkaði muninn fyrir Southampton þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Pape Matar Sarr, sem hafði komið inn á sem varamaður á 86. mínútu, gerðist svo sekur um klaufaleg mistök þegar hann braut á Ainsley Maitland-Niles innan vítateigs þegar komið var inn í uppbótartíma. James Ward-Prowse fór á punktinn fyrir Southampton og skoraði af miklu öryggi fram hjá Fraser Forster í markinu. Niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli og gestirnir í Tottenham naga sig líklega í handabökin. Sigur hefði komið liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar, en Tottenham situr nú í fjórða sæti með 49 stig eftir 28 leiki, einu stigi á eftir Menchester United sem situr í þriðja sæti. Southampton situr hins vegar enn í neðsta sæti deildarinnar, nú með 23 stig og tveimur stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti