E­ver­ton náði í stig á Brúnni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetja Everton.
Hetja Everton. Clive Rose/Getty Images

Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.Everton náði í stig á Brúnni

Eftir markalausan fyrri hálfleik lifnaði heldur betur yfir leiknum í síðari hálfleik. João Félix skoraði glæsilegt mark á 52. mínútu og Chelsea komið 1-0 yfir. Abdoulaye Doucouré jafnaði metin eftir að gestirnir höfðu átt hornspyrnu.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðist James Tarkowski brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Kai Havertz fór á punktinn og kom Chelsea yfir á nýjan leik. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma jöfnuðu gestirnir hins vegar metin þökk sé marki Ellis Simms.

Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur á Brúnni í kvöld.

Chelsea situr því í 10. sæti með 38 stig að loknum 27 leikjum á meðan Everton er í 15. sæti með 26 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira