Beinlínis hættulega lítill raki á sumum heimilum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. mars 2023 23:00 Kristinn Johnson er framkvæmdastjóri Eirbergs. Vísir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir að það versta fyrir loftgæði heimilisins sé að loka öllum gluggum og hækka ofna í botn. Of lítill raki á heimilinu geti beinlínis verið hættulegur heilsu. „Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira