„Hin fullkomna díva“ aldrei verið frjálsari eftir að hún kom út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 09:00 Gisele Shaw [til hægri]. Instagram@giseleshaw08 Gisele Shaw, eða „hin fullkomna díva“ eins og hún er kölluð í glímuheiminum, kom út úr skápnum sem trans kona á síðasta ári. Hún hafði haldið því leyndu að hún væri trans á meðan hún vann sig upp innan glímuheimsins. Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu. Glíma Málefni trans fólks Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu.
Glíma Málefni trans fólks Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira