Lífið

Keyptu raðhús, síðan 260 fermetra íbúð og svo parhús í Garðabænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stella og Jakob elska að flytja og gera upp nýjar eignir.
Stella og Jakob elska að flytja og gera upp nýjar eignir.

Hún hefur flutt ótal sinnum og er ekki hætt. Stella Birgisdóttir er með sinn stíl og elskar að taka íbúðir og hús í gegn. Sindri Sindrason leit við hjá Stellu og Jakobi Helga Bjarnasyni í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í upphafi þáttarins fór Sindri í heimsókn til fjölskyldunnar í nýtt raðhús í Fossvoginum en áður en sá þáttur var gefinn út fluttu þau í 260 fermetra stórglæsilega íbúð í miðborginni og því fengu áhorfendur Stöðvar 2 einnig að sjá hana í þætti gærkvöldsins.

Og ekki nóg með það, þegar Sindri leit við í íbúðina hafði parið fjárfest í parhúsi í Garðabænum og er það næsti áfangastaður. Það hús var nánast fokhelt þegar þáttur gærkvöldsins var tekin upp og verður farið í heimsókn á nýja staðinn í næstu þáttaröð en þátturinn í gær var lokaþátturinn í þessari seríu af Heimsókn.

Hér að neðan má sjá brot úr Heimsóknarþættinum þar sem Stella Birgisdóttir, innanhúshönnuður, sýnir sinn einstaklega smekklega stíl.

Klippa: Keyptu raðhús, síðan 260 fermetra íbúð og svo parhús í Garðabænum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×