„Ef Liverpool vill fá Bellingham þá þarf Stevie G að synda yfir Ermarsundið til að ná í hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 09:31 Jude Bellingham er eftirsóttur í Evrópu og Liverpool stuðningsmönnum dreymir um að fá hann. Getty/Richard Heathcote Rio Ferdinand segir frammistöðu Liverpool liðsins á þessu tímabili ekki vera góða auglýsingu ætli liðið að sannfæra enska landsliðsmiðjumanninn Jude Bellingham um að koma til félagsins. Framtíð Liverpool var til umræðu á BTsport í gær eftir að Liverpool datt út úr Meistaradeildinni 6-2 samanlagt á móti Real Madrid. Liverpool liðið tapaði einnig um helgina og nú eru líkurnar ekki miklar á því að liðið verði hreinlega með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool hefur lengi haft mikinn áhuga á Bellingham en fær mikla samkeppni frá helstu stórliðum heims eftir magnaða frammistöðu stráksins með bæði Dortmund og enska landsliðinu. Rio Ferdinand, goðsögn úr vörn hjá sigursælum liðum Manchester United er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool um að fá Bellingham til að bjarga dapri miðju liðsins. „Ef Liverpool vill fá Bellingham þá þurfa þú og Stevie G að synda yfir Ermarsundið til að ná í hann,“ sagði Rio Ferdinand í léttum tón en alvarleiki málsins var að hann telur engar líkur á því að Bellingham vilji spila fyrir Liverpool liðið eins og það lítur út í dag. „Ég held að ef hann hefur verið að horfa á leikinn í kvöld og veit að bæði Real Madrid og Liverpool hafi áhuga á honum þá sé bara eitt lið sem komi til greina fyrir hann,“ sagði Ferdinand. „Svo missa þeir kannski af Meistaradeildinni en kannski ekki. Ég er ekki að segja þetta sem fyrrum leikmaður Manchester United heldur verður þú sem leikmaður að horfa blákalt á hlutina. Ég sé fleiri bikara hér,“ sagði Rio Ferdinand. Ferdinand var þarna með Peter Crouch og Michael Owen, sem báðir hafa spilað með Liverpool. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport) Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Framtíð Liverpool var til umræðu á BTsport í gær eftir að Liverpool datt út úr Meistaradeildinni 6-2 samanlagt á móti Real Madrid. Liverpool liðið tapaði einnig um helgina og nú eru líkurnar ekki miklar á því að liðið verði hreinlega með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool hefur lengi haft mikinn áhuga á Bellingham en fær mikla samkeppni frá helstu stórliðum heims eftir magnaða frammistöðu stráksins með bæði Dortmund og enska landsliðinu. Rio Ferdinand, goðsögn úr vörn hjá sigursælum liðum Manchester United er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool um að fá Bellingham til að bjarga dapri miðju liðsins. „Ef Liverpool vill fá Bellingham þá þurfa þú og Stevie G að synda yfir Ermarsundið til að ná í hann,“ sagði Rio Ferdinand í léttum tón en alvarleiki málsins var að hann telur engar líkur á því að Bellingham vilji spila fyrir Liverpool liðið eins og það lítur út í dag. „Ég held að ef hann hefur verið að horfa á leikinn í kvöld og veit að bæði Real Madrid og Liverpool hafi áhuga á honum þá sé bara eitt lið sem komi til greina fyrir hann,“ sagði Ferdinand. „Svo missa þeir kannski af Meistaradeildinni en kannski ekki. Ég er ekki að segja þetta sem fyrrum leikmaður Manchester United heldur verður þú sem leikmaður að horfa blákalt á hlutina. Ég sé fleiri bikara hér,“ sagði Rio Ferdinand. Ferdinand var þarna með Peter Crouch og Michael Owen, sem báðir hafa spilað með Liverpool. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport)
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira