„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. mars 2023 10:35 Leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus, er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Vilhelm „Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. Ljúfi og reiði rokkarinn Björn, eða Bjössi í Mínus eins og hann er iðulega kallaður, er gestur í nýjasta þætti Einkalífsins þar sem hann tjáir sig einlægt um lífið og tilveruna. Hann skaust fyrst upp á sjónarsviðið 18 ára gamall sem reiði og óttalausi tommuleikari hljómsveitarinnar Mínus en þaðan dregur hann viðurnefni sitt sem hefur fylgt honum æ síðan. Húðirnar lamdi hann af svo miklum eldmóð og ástríðu að eftir því var tekið en árið 2006 var hann valinn fjórði besti trommari sögunnar af hinu virta tónlistartímariti Metalhammer. Það var einhver ólga í manni. Ég var rosalega reiður og Mínus var svakalegur leikvöllur fyrir þessa reiði. Þrátt fyrir harða rokkaraímynd út á við á þessum tíma var Bjössi alltaf þekktur fyrir að vera einstaklega ljúfur og glaðlyndur sem varð til þess að á yngri árum var hann oft kallaður Bjössi the Kid sem nokkurs konar vísun í barnslega einlægni hans. Vissi snemma að eitthvað var að Í dag er Bjössi þriggja barna faðir, fastráðinn sem leikari hjá Borgarleikhúsinu og fær nú útrás fyrir tilfinningar sínar og sköpunargleði einnig í leiklistinni. Frá því að hann man eftir sér segist Bjössi hafa skynjað að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera og fljótt byrjað að upplifa mikinn kvíða. „Minningin mín er svona eins og óveður í hausnum á mér,“ en æskuárin segir hann hafa einkennst af miklum alkóhólisma á heimilinu og þeirri óreiðu og óöryggi sem þeim sjúkdómi getur fylgt. Ég upplifði mjög snemma að það eru þessi röngu skilaboð og ég fer einhvern veginn með þetta veganesti að það má stundum ljúga, ekki svara í símann og þetta allt... þessi hvíta lygi sem er oft tengd þessum alkóhólisma. Foreldrar Bjössa skilja þegar hann er þriggja ára en faðir hans var trommuleikarinn Stefán Jóhannsson eða Stebbi í Dátum eins og hann var best þekktur. Ég átti þessar pabbahelgar og þá upplifði ég mikið öryggi því að pabbi var mjög hæglátur og rólegur. Rosalega mikill húmoristi en ég finn rosalega mikið af mér í honum. Fann fljótt fyrir sátt Bjössi talar umbúðalaust og heiðarlega um erfiðleikana og áföllin í uppeldinu en á sama tíma með mikilli virðingu og hlýju í garð móður sinnar og fósturföður. Aðspurður segist hann fljótt hafa tekið þennan tíma í sátt og í dag sé samband hans við móður sína mjög gott. Sjálfur hafi hann markvisst unnið að því að öðlast skilning á aðstæðum hennar og sögu foreldra sinna sem hafi hjálpað honum mikið á sinni vegferð. Mamma var bara að gera sitt besta. Hún vann tvær vinnur og alveg harðdugleg kona en að díla við þennan alkóhólisma hjá fósturföður mínum, sem var auðvitað líka að gera sitt besta. En þetta var bara fólk sem var bara að reyna að troða marvaða. Saga beggja foreldra Bjössa er á margt merkileg og hefur hann undanfarin ár leitað mikið í það að afla sér upplýsinga um fjölskyldusögu sína og meðal annars skrásett og tekið viðtöl bæði við föðurömmu sína og móður sína. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Leikhús Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Ljúfi og reiði rokkarinn Björn, eða Bjössi í Mínus eins og hann er iðulega kallaður, er gestur í nýjasta þætti Einkalífsins þar sem hann tjáir sig einlægt um lífið og tilveruna. Hann skaust fyrst upp á sjónarsviðið 18 ára gamall sem reiði og óttalausi tommuleikari hljómsveitarinnar Mínus en þaðan dregur hann viðurnefni sitt sem hefur fylgt honum æ síðan. Húðirnar lamdi hann af svo miklum eldmóð og ástríðu að eftir því var tekið en árið 2006 var hann valinn fjórði besti trommari sögunnar af hinu virta tónlistartímariti Metalhammer. Það var einhver ólga í manni. Ég var rosalega reiður og Mínus var svakalegur leikvöllur fyrir þessa reiði. Þrátt fyrir harða rokkaraímynd út á við á þessum tíma var Bjössi alltaf þekktur fyrir að vera einstaklega ljúfur og glaðlyndur sem varð til þess að á yngri árum var hann oft kallaður Bjössi the Kid sem nokkurs konar vísun í barnslega einlægni hans. Vissi snemma að eitthvað var að Í dag er Bjössi þriggja barna faðir, fastráðinn sem leikari hjá Borgarleikhúsinu og fær nú útrás fyrir tilfinningar sínar og sköpunargleði einnig í leiklistinni. Frá því að hann man eftir sér segist Bjössi hafa skynjað að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera og fljótt byrjað að upplifa mikinn kvíða. „Minningin mín er svona eins og óveður í hausnum á mér,“ en æskuárin segir hann hafa einkennst af miklum alkóhólisma á heimilinu og þeirri óreiðu og óöryggi sem þeim sjúkdómi getur fylgt. Ég upplifði mjög snemma að það eru þessi röngu skilaboð og ég fer einhvern veginn með þetta veganesti að það má stundum ljúga, ekki svara í símann og þetta allt... þessi hvíta lygi sem er oft tengd þessum alkóhólisma. Foreldrar Bjössa skilja þegar hann er þriggja ára en faðir hans var trommuleikarinn Stefán Jóhannsson eða Stebbi í Dátum eins og hann var best þekktur. Ég átti þessar pabbahelgar og þá upplifði ég mikið öryggi því að pabbi var mjög hæglátur og rólegur. Rosalega mikill húmoristi en ég finn rosalega mikið af mér í honum. Fann fljótt fyrir sátt Bjössi talar umbúðalaust og heiðarlega um erfiðleikana og áföllin í uppeldinu en á sama tíma með mikilli virðingu og hlýju í garð móður sinnar og fósturföður. Aðspurður segist hann fljótt hafa tekið þennan tíma í sátt og í dag sé samband hans við móður sína mjög gott. Sjálfur hafi hann markvisst unnið að því að öðlast skilning á aðstæðum hennar og sögu foreldra sinna sem hafi hjálpað honum mikið á sinni vegferð. Mamma var bara að gera sitt besta. Hún vann tvær vinnur og alveg harðdugleg kona en að díla við þennan alkóhólisma hjá fósturföður mínum, sem var auðvitað líka að gera sitt besta. En þetta var bara fólk sem var bara að reyna að troða marvaða. Saga beggja foreldra Bjössa er á margt merkileg og hefur hann undanfarin ár leitað mikið í það að afla sér upplýsinga um fjölskyldusögu sína og meðal annars skrásett og tekið viðtöl bæði við föðurömmu sína og móður sína. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Leikhús Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira