Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2023 20:04 Fjölskyldan á Eyrarbakka þar sem kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu inn í þvottahúsi. Þetta eru þau Birna og Ívar Björgvinsson, ásamt sonum sínum, þeim Daníel Erni 12 ára og Ívan Gauta 11 ára. Á myndina vantar Hlyn Fannar, 17 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409 Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409
Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira