Innlent

Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Norðurljós yfir Reykjavíkurtjörn.
Norðurljós yfir Reykjavíkurtjörn. Vísir/vilhelm

Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld.

Norðurljós verða til þegar rafhlaðnar agnir frá sólinni skella á efri hluta lofthjúps jarðar. Þetta kallast sólvindur en þegar hann er hvass, eru norðurljósin mest.

Á vefnum Auroraforecast, sem er íslenskur vefur sem birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi, segir að hraði sólvinds sé orðinn hár, eða meiri en fimm hundruð kílómetrar á sekúndu.

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og Auroraforecast segir í tilkynningu að aðstæður í geimnum séu góðar fyrir björt og kröftug norðurljós í kvöld.

Hann segist einnig hafa fengið margar spurningar um bjarta stjörnu sem skín í vestri við sólsetur. Þar er Venus á ferðinni en reikistjarnan er að hækka á lofti og verði áberandi á kvöldhimninum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×