Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 10:29 Málið verður tekið fyrir í Amarillo, þar sem Kacsmaryk er eini alríkisdómarinn. Getty/Washington Post/Carolyn Van Houten Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira