„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 12:01 Harpa Valey Gylfadóttir í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum. „Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
„Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira