„Það yrði skelfilegt fyrir Val að missa hana út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 10:31 Sara Sif Helgadóttir hefur verið að spila mjög vel í marki Valsliðsins að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét Valskonur gætu verið að missa út sinn besta markvörð eftir að Sara Sif Helgadóttir meiddist í leik liðsins á móti Stjörnunni um helgina. Seinni bylgjan sýndi atvikið og ræddi áhrifin sem þau gætu haft á framhaldið hjá Valsliðinu í baráttunni um titlana á þessu keppnistímabili. „Það var atvik í síðari hálfleik sem var vont að sjá,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Sara Sif Helgadóttir þurfti aðstoð við að yfirgefa völlinn og var sárþjáð.S2 Sport „Það virðist ekki mikið gerast þarna en hún liggur eftir og tekur um hnéð. Það fá allir svakalegt illt í hnéð þegar þeir sjá svona gerast því markvörðurinn er ekkert að fá neitt högg þarna,“ sagði Svava Kristín. „Ég er búinn að horfa á þetta nokkrum sinnum og ég skil þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það yrði skelfilegt fyrir Val að missa hana út,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég talaði við hana í gærkvöldi og hún sagði að hún gæti gengið en að þetta væri mjög bólgið. það væri verið að bíða eftir niðurstöðu eftir að hún kæmist í myndatöku. Það hræðir mann svolítið þegar maður veit að leikmaður getur gengið en það er mikið bólgið. Það er krossbandalykt af þessu,“ sagði Svava. „Ég vona það besta því þetta yrði rosalegt,“ sagði Einar. „Það skiptir engu máli með breiddina fyrir utan því það er þetta sem skiptir máli,“ sagði Svava. „Ef þetta fer á versta veg þá væri það hræðilegt fyrir Valsliðið. Sara er búin að vera mjög góð undanfarin mánuð eða rúmlega það, virkilega góð. Hún er búin að vera að stíga upp eftir svolítið erfiða tíma,“ sagði Einar. „Hún var að koma upp á rétta tímapunktinum og hefði getað orðið winner fyrir Valsmenn eins og markmenn eru oft í þessum úrslitakeppnum. Ef þetta fer á versta veg og þá segi ég vara ef, ef, ef, þá er ég hræddum um að þetta sé orðið ansi erfitt fyrir Val að fara í úrslitaeinvígið á móti ÍBV,“ sagði Einar. „Við skulum ekki fara alveg þangað en það er nokkuð ljóst að hún er ekki að fara taka þátt í bikarkeppninni. Það er bara undanúrslitaleikur á miðvikudaginn á móti Haukum,“ sagði Svava. Það má horfa á alla umfjöllunina um meiðsli Söru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Meiðslin hjá Söru Sif Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Powerade-bikarinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Seinni bylgjan sýndi atvikið og ræddi áhrifin sem þau gætu haft á framhaldið hjá Valsliðinu í baráttunni um titlana á þessu keppnistímabili. „Það var atvik í síðari hálfleik sem var vont að sjá,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Sara Sif Helgadóttir þurfti aðstoð við að yfirgefa völlinn og var sárþjáð.S2 Sport „Það virðist ekki mikið gerast þarna en hún liggur eftir og tekur um hnéð. Það fá allir svakalegt illt í hnéð þegar þeir sjá svona gerast því markvörðurinn er ekkert að fá neitt högg þarna,“ sagði Svava Kristín. „Ég er búinn að horfa á þetta nokkrum sinnum og ég skil þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það yrði skelfilegt fyrir Val að missa hana út,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég talaði við hana í gærkvöldi og hún sagði að hún gæti gengið en að þetta væri mjög bólgið. það væri verið að bíða eftir niðurstöðu eftir að hún kæmist í myndatöku. Það hræðir mann svolítið þegar maður veit að leikmaður getur gengið en það er mikið bólgið. Það er krossbandalykt af þessu,“ sagði Svava. „Ég vona það besta því þetta yrði rosalegt,“ sagði Einar. „Það skiptir engu máli með breiddina fyrir utan því það er þetta sem skiptir máli,“ sagði Svava. „Ef þetta fer á versta veg þá væri það hræðilegt fyrir Valsliðið. Sara er búin að vera mjög góð undanfarin mánuð eða rúmlega það, virkilega góð. Hún er búin að vera að stíga upp eftir svolítið erfiða tíma,“ sagði Einar. „Hún var að koma upp á rétta tímapunktinum og hefði getað orðið winner fyrir Valsmenn eins og markmenn eru oft í þessum úrslitakeppnum. Ef þetta fer á versta veg og þá segi ég vara ef, ef, ef, þá er ég hræddum um að þetta sé orðið ansi erfitt fyrir Val að fara í úrslitaeinvígið á móti ÍBV,“ sagði Einar. „Við skulum ekki fara alveg þangað en það er nokkuð ljóst að hún er ekki að fara taka þátt í bikarkeppninni. Það er bara undanúrslitaleikur á miðvikudaginn á móti Haukum,“ sagði Svava. Það má horfa á alla umfjöllunina um meiðsli Söru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Meiðslin hjá Söru Sif
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Powerade-bikarinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira