Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 23:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda þegar Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld. Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti