Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 10:23 Heimildarmenn NYT segja stjórnvöld ekki telja sig hafa heimild til að koma í veg fyrir boranir ConocoPhillips. AP/ConocoPhillips New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili. Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira