Golf

Veðrið setti strik í reikninginn á Players mótinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Adam Svensson er á toppnum í leiðindaveðrinu í Flórída.
Adam Svensson er á toppnum í leiðindaveðrinu í Flórída. vísir/Getty

Christiaan Bezuidenhout og Adam Svensson eru á toppnum á Players en ekki tókst að ljúka öðrum keppnisdegi vegna veðurs.

Veðrið setti strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi Players mótsins í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída um helgina og hvorki Svensson né Bezuidenhout, sem báðir eru á samtals áttu höggum undir pari, náðu að klára sinn hring en Svensson á sjö holur eftir og Bezuidenhout fjórar.

Næstu menn á eftir eru Ben Griffin, Min Woo Lee og Collin Morikawa á samtals sex höggum undir pari.

Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins en mótinu lýkur á sunnudagskvöld.

Forystusauðirnir munu klára annan hring sinn í dag og fara af stað í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×