Stoðsendingasýning hjá Trossard í öruggum sigri toppliðsins 12. mars 2023 15:54 Martin Ödegaard fagnar hér Leandro Trossard eftir mark Norðmannsins í dag. Vísir/Getty Leandro Trossard lagði upp öll mörk Arsenal sem vann góðan 3-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal er því á nýjan leik komið með fimm marka forskot á Manchester City. Ef einhverjir stuðningsmenn Manchester City voru að vonast eftir því að Arsenal myndi misstíga sig í dag þá var sú von fljót að hverfa. Gabriel skoraði fyrsta markið á 21. mínútu með skalla eftir sendingu Lenadro Trossard og Trossard lagði síðan upp annað skallamark fyrir Gabriel Martinelli fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Martin Ödegaard við þriðja markin og enn á ný var það Trossard sem lagði upp. Hann gekk til liðs við Arsenal í janúarglugganum og virðist heldur betur vera að finna sig hjá nýju liði. Síðari hálfleikurinn snerist síðan aðeins um það fyrir Arsenal að halda fengnum hlut. Það tókst þeim á þægilegan hátt og lykilmenn gátu fengið hvíld þegar töluvert var eftir af leiknum. Lokatölur 3-0 og Arsenal því aftur komið með fimm stiga forystu á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn
Leandro Trossard lagði upp öll mörk Arsenal sem vann góðan 3-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal er því á nýjan leik komið með fimm marka forskot á Manchester City. Ef einhverjir stuðningsmenn Manchester City voru að vonast eftir því að Arsenal myndi misstíga sig í dag þá var sú von fljót að hverfa. Gabriel skoraði fyrsta markið á 21. mínútu með skalla eftir sendingu Lenadro Trossard og Trossard lagði síðan upp annað skallamark fyrir Gabriel Martinelli fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Martin Ödegaard við þriðja markin og enn á ný var það Trossard sem lagði upp. Hann gekk til liðs við Arsenal í janúarglugganum og virðist heldur betur vera að finna sig hjá nýju liði. Síðari hálfleikurinn snerist síðan aðeins um það fyrir Arsenal að halda fengnum hlut. Það tókst þeim á þægilegan hátt og lykilmenn gátu fengið hvíld þegar töluvert var eftir af leiknum. Lokatölur 3-0 og Arsenal því aftur komið með fimm stiga forystu á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti