K64 – ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 9. mars 2023 08:00 Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun