Stelpur með sama rétt og strákar til að spila fótbolta eftir bréf enska landsliðsins Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 15:01 Fyrirliðinn Leah Williamson með pennann á lofti að gefa ungum aðdáendum eiginhandaráritun. Getty Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 600 milljónum punda, jafnvirði yfir 100 milljarða króna, á næstu tveimur árum í að stelpur fái sömu tækifæri í skólaíþróttum og strákar. Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC. EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC.
EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira