Í tilefni dagsins Birna Einarsdóttir skrifar 8. mars 2023 13:31 Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun