Viðskipti innlent

Hótel, bað­lón og heilsu­lind við Langa­sand á Akra­nesi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stefnt er að því að hótel rísi á Langasandi.
Stefnt er að því að hótel rísi á Langasandi. Akraneskaupstaður

Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. 

Viljayfirlýsingin var undirrituð í dag af Akraneskaupstað, Ísold fasteignafélagi, Knattspyrnufélagi AKraness og Íþróttabandalagi Akraness (ÍA) en undirritunin fór fram í húsnæði þess síðastnefnda. 

Viljayfirlýsingin var undirrituð í dag.Akraneskaupstaður

Fyrstu skref verða að greina tækifæri í ferðaþjónustu og að móta stefnu á því sviði og er áætlað að þeim fasa ljúki innan fjögurra mánaða. Þá hefst vinna við deiliskipulag og aðra slíka þætti. 

„Hér er verið að fara í gang með mjög metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu sem okkur hefur skort á Akranesi, en auk þess getum við bætt enn frekar aðstöðu fyrir íþróttastarfið hjá okkur. Þetta eru mikilvæg skref fyrir áframhaldandi vöxt Akraness og tilað auka enn við þjónustu og upplifun á þessu fallega svæði sem gegnir lykilhlutverki í lífi Akurnesinga,“ er haft eftir Sævari Þráinssyni, bæjarstjóra á Akranesi, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×