Handbolti

Stefán hættir með Fram eftir tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson mun ekki stýra Fram á næstu leiktíð.
Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson mun ekki stýra Fram á næstu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Arnarson mun hætta þjálfun Fram í Olís-deild kvenna í handbolta þegar tímabilinu lýkur. Stefán hefur þjálfað Fram í níu ár.

Það er Handbolti.is sem greinir frá þessu. Þar segir að Stefán hafi tilkynnt stjórn Fram þetta fyrir þónokkru síðan. Samkvæmt heimildum Handbolti.is mun Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, taka við af Stefáni að tímabilinu loknu. Ekki er komið á hreint hvort Einar mun þjálfa bæði lið.

Fram varð Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Liðið hefur verið einkar sigursælt undir stjórn Stefáns en hann hefur verið einn sigursælasti þjálfari Íslands á þessari öld. Hann hefur orðið Íslandsmeistari sjö sinnum, deildarmeistari sjö sinnum og bikarmeistari fimm sinnum. Ásamt Fram hefur Stefán þjálfað Val og Víking.

Fram er sem stendur í 4. sæti Olís­deildar kvenna með 21 stig, níu stigum á eftir toppliði ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×