Lífið

Tryggðu sér sigurinn í Krakkakviss á lokaspurningunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru úrslitaviðureign.
Alvöru úrslitaviðureign.

Úrslitin réðust í Krakkakviss á laugardagskvöldið þegar Grundarfjörður mætti KR í hörkuviðureign.

Lið Grundarfjarðar er skipað þeim Kristu Rún, Hauki Orra og Hans Bjarna. Hjá KR voru þau Olga Aletta, Sigurður Hilmar og Kári Tuvia keppendur.

Eins og alltaf var hart barist og réðust úrslitin á lokspurningunni þegar staðan var 29-28. Þrjú stig í pottinum og mikil spenna.

Spurt var þá um fyrirbæri sem margir ættu að kannast við, eða bara í raun allir. Annað liðið náði að svara spurningunni rétt og tryggði sér þar með sigurinn í Krakkakviss.

Ef þú vilt ekki vita úrslitin ættir þú ekki að lesa lengra.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

Fyrirbærið sem spurt um var draumur og var það Grundarfjörður sem náði að tryggja sér sigurinn í Krakkakviss árið 2023 eftir æsispennandi keppni eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Tryggðu sér sigurinn í Krakkakviss á lokaspurningunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.