Ferðaþjónustan og sjálfbær framtíð Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Sævar Kristinsson skrifa 6. mars 2023 13:01 Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun