Lífið

Einar og Ólöf keyptu sér 500 fermetra óðalsetur í Bandaríkjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega glæsilegt hús sem fjölskyldan býr í.
Einstaklega glæsilegt hús sem fjölskyldan býr í.

Lóa Pind Aldísardóttir fékk að kynnast fjölskyldu sem flutti til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri.

Fjallað var um þau Einar Sævarsson og Ólöfu Viktorsdóttur og börnin þeirra í þættinum Hvar er best að búa? sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Einar er einn af stofnendum midi.is og Ólöf er svæfingalæknir. Ástæðan fyrir flutningnum var að Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist. Þau voru áður á leigumarkaðnum en fjárfestu seinna í yfir 500 fermetra óðalsetur í New Haven og borguðu þau rúmlega eina milljón dollara fyrir eignina eða um 150 milljónir.

Hér að neðan má sjá hvernig fjölskyldan býr í Bandaríkjunum.

Klippa: Einar og Ólöf keyptu sér 500 fermetra óðalsetur í Bandaríkjunum

Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×