Erlent

Daniel Ells­berg er á dánar­beðinum

Árni Sæberg skrifar
Daniel Ellsberg, fyrir miðju, ásamt Tony Russo, sem birti gögn frá Ellsberg í The New York Times. Myndin er frá árinu 1973 þegar málaferli gegn þeim voru í gangi.
Daniel Ellsberg, fyrir miðju, ásamt Tony Russo, sem birti gögn frá Ellsberg í The New York Times. Myndin er frá árinu 1973 þegar málaferli gegn þeim voru í gangi. Bettmann safnið/Getty

Daniel Ellsberg, einn mesti örlagavaldur í bandarískri stjórnmálasögu, er með ólæknandi krabbamein í brisi og er talinn eiga um hálft ár eftir ólifað.

Ellsberg starfaði sem hernaðarsérfræðingur fyrir bandaríska herinn um árabil og vann sér það helst til frægðar að hafa afritað og lekið Pentagon pappírunum svokölluðu árið 1971. 

Hann tilkynnti á Twitter í gær að þann 17. febrúar síðastliðinn hafi hann verið greindur með krabbamein á lokastigi í brisi. Briskrabbamein er með þeim allra banvænustu og Ellsberger segir lækna hafa tjáð honum að hann eigi aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifaða.

Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja ekki meðferð við krabbameininu enda séu engar líkur á því að hún beri árangur. 

Hann segist ekki líkamlega og segir í raun að honum hafi ekki liðið betur í mörg ár eftir að hafa farið í mjaðmaliðsskiptaaðgerð. Þá fagnar hann því að hafa fengið leyfi hjá hjartalækni sínum til þess að borða salt á ný, eftir að hafa verið í saltbanni í mörg ár.

Þyrnir í augum Nixons

Gögnin sem Ellsberger lak urðu að fréttaumfjöllun um hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam. Með því bakaði hann sér ekki miklar vinsældir meðal yfirvalda og hann var ákærður fyrir þjófnað, samsæri og brot gegn njósnalögum Bandaríkjanna.

Málinu var hins vegar vísað frá dómi eftir að í ljós kom að stjórnvöld höfðu hlerað hann ólöglega og brotist inn víða til þess að grafa upp upplýsingar um Ellsberger.

Í Watergate-málinu svokallaða kom í ljós að Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafði til að mynda fyrirskipað innbrot á skrifstofu sálfræðings Ellsbergers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×