Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 3. mars 2023 14:37 Leikarar sýningarinnar frá vinstri: Starkaður Pétursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Valdimar Guðmundsson. Berglind Rögnvaldsdóttir Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira