ÍBV átti að vinna FH með tíu mörkum samkvæmt xG tölfræðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 13:30 Petar Jokanovic hefur spilað ágætlega á þessu ári en náði sér engan veginn á strik í Kaplakrika í gær. vísir/hulda margrét Samkvæmt xG-tölfræðinni átti ÍBV að vinna FH í gær með tíu marka mun. FH-ingar unnu hins vegar leikinn á parketinu með þriggja marka mun, 27-24. HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira
HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira
„Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48