ÍBV átti að vinna FH með tíu mörkum samkvæmt xG tölfræðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 13:30 Petar Jokanovic hefur spilað ágætlega á þessu ári en náði sér engan veginn á strik í Kaplakrika í gær. vísir/hulda margrét Samkvæmt xG-tölfræðinni átti ÍBV að vinna FH í gær með tíu marka mun. FH-ingar unnu hins vegar leikinn á parketinu með þriggja marka mun, 27-24. HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48