Luka og Kyrie báðir með 40 stig: „Varð að fá að vera með í partýinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2023 10:30 Kyrie Irving og Luka Doncic skoruðu þrettán þriggja stiga körfur saman í nótt. AP/Tony Gutierrez Luka Doncic og Kyrie Irving sýndu í nótt að þeir geta farið báðir á kostum í sama leik en margir höfðu áhyggjur af því hvort þeir gætu náð sínu besta fram hlið við hlið í NBA-deildinni í körfubolta. Luka og Kyrie skoruðu báðir fjörutíu stig í nótt þegar Dallas Mavericks vann 133-126 stig á Philadelphia 76ers í venjulegum leiktíma. Doncic var með 42 stig og 12 stoðsendingar en Irving skoraði 40 stig og af 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Dallas Mavericks sem liðsfélagar skora báðir yfir fjörutíu stig. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta var aðeins annar sigur Dallas liðsins í sex leikjum með þá báða innan borðs en sýndi hvað er erfitt að eiga við þessa tvo frábæru leikmenn inn á vellinum á sama tíma. „Eins og ég sagði þegar ég var hérna síðast varð ég að fá að vera með í partýinu,“ sagði Kyrie Irving en hann hafði talað um pressuna á að standa sig eftir leikinn á undan. „Luka var tilbúinn í partýið. Ég var tilbúinn í partýið í kvöld og þetta var einn af þessum leikjum þar sem við náðum okkur báðir á flug. Ég er bara þakklátur að vinnan sé að skila sér,“ sagði Irving. Doncic passaði upp á að Kyrie fengi að vera með því átta af tólf stoðsendingum hans voru á Kyrie. Luka hafði samtals aðeins gefið þrjár stoðsendingar á Kyrie í fyrstu fimm leikjum þeirra saman. Irving hitti úr 15 af 22 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Doncic skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og var kominn með 25 stig í hálfleik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Luka og Kyrie skoruðu báðir fjörutíu stig í nótt þegar Dallas Mavericks vann 133-126 stig á Philadelphia 76ers í venjulegum leiktíma. Doncic var með 42 stig og 12 stoðsendingar en Irving skoraði 40 stig og af 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Dallas Mavericks sem liðsfélagar skora báðir yfir fjörutíu stig. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta var aðeins annar sigur Dallas liðsins í sex leikjum með þá báða innan borðs en sýndi hvað er erfitt að eiga við þessa tvo frábæru leikmenn inn á vellinum á sama tíma. „Eins og ég sagði þegar ég var hérna síðast varð ég að fá að vera með í partýinu,“ sagði Kyrie Irving en hann hafði talað um pressuna á að standa sig eftir leikinn á undan. „Luka var tilbúinn í partýið. Ég var tilbúinn í partýið í kvöld og þetta var einn af þessum leikjum þar sem við náðum okkur báðir á flug. Ég er bara þakklátur að vinnan sé að skila sér,“ sagði Irving. Doncic passaði upp á að Kyrie fengi að vera með því átta af tólf stoðsendingum hans voru á Kyrie. Luka hafði samtals aðeins gefið þrjár stoðsendingar á Kyrie í fyrstu fimm leikjum þeirra saman. Irving hitti úr 15 af 22 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Doncic skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og var kominn með 25 stig í hálfleik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum