Vel gert herra strætómálaráðherra Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. mars 2023 12:01 Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Strætó Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar