Lífið

Köttur kom í leitirnar eftir níu ár

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
AA17WNcW
Instagram

Eftirfarandi örsaga hefur brætt hugi og hjörtu netverja og er um leið ágætis áminning til gæludýraeigenda um að örmerkja dýrin sín.

Frásögnin birtist fyrst á Instagram síðu lögreglunnar í Henrico sýslu í Virginíu nú á dögunum og segir frá því hvernig örmerking leiddi til þess að kötturinn Piper og eigandi hennar voru sameinaðar á ný, heilum níu árum eftir að Piper hvarf.

Þann 21. febrúar síðastliðinn barst símtal til dýraverndardeildar lögreglunnar, frá íbúa sem sagði kött hafa gert sig heimkominn á veröndinni hjá sér. 

Fulltrúi lögreglunnar sótti köttinn og flutti í dýraathvarf. Skannað var eftir örmerki á kisanum og eftir að fulltrúinn hafði haft samband við nokkra dýralækna í nágrenninu og spurst fyrir tókst að lokum að hafa uppi á eigandanum.

Eigandi Piper ætlaði varla að trúa því að kisinn væri kominn í leitirnar, enda hafði Piper horfið níu árum áður. Eigandinn hafði fyrir löngu gert ráð fyrir að kisan væri dáin og hafði meira að segja látið breyta skráningunni á örmerkingunni.

Piper hafði augljóslega annað í huga og eins og sjá má á myndunum urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim tveimur.

„Boðskapur þessarar sögu er sá örmerking hjálpar gæludýrum að komast aftur heim til eigenda sína. Gætið þess að örmerkja gæludýrin ykkar, og gangið úr skugga um að tengiliðaupplýsingarnar stemmi,“ segir jafnframt í færslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×