„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 16:07 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um 100 í meðferð á hverjum tíma hjá geðheilsuteymunum. Vísir/Arnar Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“ Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“
Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira