Í hverju liggur mesta óréttlæti á Íslandi? Sandra B. Franks skrifar 1. mars 2023 08:30 Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun